Sérpöntun:
Erum að bjóða upp á að sérpanta skó frá hönnuðunum Benjamin Walk og Dyables. Þessir hönnuðir bjóða upp á fallega, vandaða og þæginlega skó ásamt veskjum í stíl. Höfum verið að panta fyrir brúðkaup, fitness, árshátíðir, afmæli og margt fleira. Einnig er vert að nefna að þeir eru að lita alla satín skó í 120 mismunandi litatónum. Hægt er að skoða úrvalið inn á heimasíðum þeirra í tenglum hér að ofan. Þetta ferli getur tekið í kringum tíu til fjórtán virka daga. Þá söfnum við saman sérpöntunum og pöntum í kringum tíunda til fimmtánda hvers mánaðar.