OKKAR ÚRVAL

Þegar kemur að því að velja brúðarkjóla í verslunina okkar leggjum við mikla áherslu á gæði og fjölbreytileika. Við erum með kjóla í búðinni í stærðum 6-24. Algengustu stærðirnar eru þó 10-20. Almennt miðum við að sérpanta fyrir hverja og eina brúði draumakjólinn í þeim lit, stærð og stíl sem hentar. Allir kjólarnir í búðinni eru líka til sölu ef að það hittir á réttu stærðina og stílinn. Við gerum okkur grein fyrir því að hver og ein brúður er einstök og þær hafa ólíkan stíl. Við viljum reyna að vera með sem fjölbreyttasta úrval sem völ er á til þess að allir hafi tök á að finna drauma kjólinn sinn. Við leggjum mikið upp úr því að veita persónulega þjónustu og gefa hverri og einni fallega upplifun í gegnum þetta skemmtilega ferli. Endilega bókaðu tíma og leyfðu okkur að dekra við þig. Ekki hika við að hafa samband ef að það vakna einhverjar spurningar.