HERRAFATALEIGA
Fyrir alls konar tilefni
Hérna fyrir neðan má skoða úrvalið okkar. Vinsamlegast bókið tíma hér að ofan undir "bóka tíma".
Kemst ekki í mátun: við sendum ykkur málin sem að við þurfum og vinnum út frá málunum sem þið takið gegn vægu gjaldi.
Stakar flíkur: Hægt er að leigja stakar flíkur líkt og jakka, buxur, vesti, skyrtu eða aðra fylgihluti. Einnig er hægt að blanda fötum og fylgihlutum eftir því sem hentar.
Verðlisti: Verðlista á má skoða með því að ýta hérna, þar getur þú reiknar verðið á þinni óska samsetningu.
Hvað er innifalið: Breytingar á sídd og vídd eru innifaldar í leiguverðinu ásamt hreinsuninn eftir leiguna.
Leigutími: Verð miðast yfirleitt við helgarleigu sem er afhent á fimmtudegi eða föstudegi og skilað í hreinsunina okkar á mánudegi. Ef að notkunardagur fellur á virkan dag miðast við að sótt sé daginn fyrir og skilað daginn eftir.
Lengri leiga: Ef óskað er eftir lengri leigu endilega sendið okkur verðfyrirspurn hérna með upplýsingum um notkunardagana.
Fyrirvari: Við getum nánast unnið með allan fyrirvara að því gefnu að fötin eru laus og verslunin opin. Til þess að draga úr óvissu mælum við með því að koma með að minnsta kosti 2 vikna fyrirvara. Þó er aldrei of snemmt að bóka föt. Flýtigjald er tekið ef að við höfum inna en einn vinnudag til að afgreiða pöntunina.
SVARTUR SMÓKING
Vinsælt fyrir brúðkaup, árshátíðir og ýmsa fínni viðburði
Svartur slim fit smóking með skyrtu, svartri slaufu og linda. Einnig er vinsælt að leigja svart vesti í stað linda.
Vönduð og klassísk föt.
Til í stærðum 44-66 ýmist í regular, short og long.
KJÓLFÖT
Vinsælt fyrir ýmsa viðburði
Svört kjólföt með hvítu kjólfata vesti, skyrtu og slaufu.
Vönduð og tímalaus föt.
Til í ýmsum stærðum frá 44-54, ýmist í long, short og regular.
HVÍTUR SMÓKING
Vinsælt fyrir árshátíðir, brúðkaup og aðra viðburði
Hvítur smóking með slim fit sniði.
Vönduð og einstök föt.
Til í ýmsum stærðum frá 46-58.
BLÁ JAKKAFÖT
Vinsælt fyrir jólin, fermingar og brúðkaup
Dökkblá slim fit jakkaföt með vesti og skyrtu.
Vönduð og klæðileg föt.
Til í stærðum 44-58 ýmist í short, long eða regular.
SVÖRT JAKKAFÖT
Vinsælt fyrir jarðarför og brúðkaup
Svört jakkaföt með skyrtu.
Vönduð og klæðileg föt.
Til í stærðum 48-54 í slim fit og stærðum 56-68 í regular fit, ýmist í short, long eða regular.