MORI LEE

Slóðalaus lína
Stærðir: 00-28
Verðbil: 40.000 kr til 75.000 kr
Afgreiðslutími: 2-5 mánuðir

Mori Lee merkið inniheldur sex línur sem eru gríðarlega fjölbreyttar og fallegar. Verðin eru mjög fjölbreytt eða allt frá 40.000-500.000 kr. Allt frá léttum slóðalausum kjólum í alls konar litum yfir í hádramatíska prinsessu kjóla. Merkið var stofnað árið 1953 sem fjölskyldufyrirtæki og hefur þróast út í heimsþekkt merki með birgja um allan heim. Við höfum unnið með þeim í áratugi og glatt ótal margar brúðir með fallegri Mori Lee hönnun. Það sem einkennir Mori Lee er einstakur fjölbreytileiki, smáatriði og glamúr. Við leggjum megin áherslu á bridesmaids og voyage línuna hjá þeim. Skoðaðu úrvalið okkar hér að neðan en hafðu í huga að stundum seljast sýnis kjólarnir okkar. Þess vegna er gott að koma sem allra fyrst ef að þú sérð kjól í þínum stíl sem heillar.

Sérpöntun

Við getum einnig sérpantað ýmsa fallega kjóla frá þessu merki. Kjólarnir eru yfirleitt sýndir í lit en lang flestir eru fáanlegir í beinhvítu ásamt 10-50 öðrum litum. Við sérpöntun mælum við með því að bóka tíma í mátun til þess að máta sambærilegt snið, efni, lit og stíl til þess að fá betri hugmynd á drauma kjólnum. Við hjálpum til með stærðarvalið og sjáum um allt pöntunarferlið. Að biðinni lokinni afhendum við fallega kjólinn með skemmtilegri mátun. Getum þó einnig hjálpað með sérpantanir án mátunar ef að það hentar betur.

21633_COLORS_0006_IVORY.jpg
21656_COLORS_0039_WHITE-scaled.jpg
21667_COLORS_0042_IVORY-scaled.jpg
Photo 29-03-2020, 12 51 41.jpg
Photo 29-03-2020, 12 55 42.jpg
Photo 29-03-2020, 12 55 50.jpg
21512-1.jpg
21512-2.jpg
21512-3.jpg
21522-1.jpg
21522-2.jpg
21522-3.jpg
21573-0195-scaled.jpg
21573-0243-scaled.jpg
21528-0033-scaled.jpg