Fyrirtækið


Hér hjá okkur er áhersla lögð á að bjóða viðskiptavinum okkar persónulega ráðgjöf og þjónustu.

Bjóðum uppá mikið úrval af sölu- og leigufatnaði fyrir öll tilefni og alla aldurshópa.

Verið velkomin í Mjóddina, við tökum vel á móti þér.

Brúðkaup

Við aðstoðum tilvonandi brúðhjón við að velja fatnaðinn fyrir stóra daginn.

Höfum einnig föt fyrir mömmu og pabba, ömmu og afa og að sjálfsögðu brúðarsveinaföt og brúðarmeyjakjóla á börnin.
Þið finnið alveg örugglega það sem þið eruð að leita að hjá okkur, mikið úrval af kjólum frá mörgum mismunandi merkjum.
Hér að neðan eru helstu hönnuðir okkar, hægt er að skoða vefsíðu þeirra í tenglum hér að ofan.

Venus:

Venus er þekkt fyrir sína sérstöðu í léttum slóðalausum kjólum á viðráðanlegum verðum, ásamt algjörum prinsessukjólum og allt þar á milli.
Maggie Sottero:

Mikil áhersla er lögð á að skapa fallega, frumlega hönnun og óaðfinnanleg gæði á viðráðanlegu verði.


Mori Lee:

Leiðandi vörumerki í hönnun og framleiðslu á brúðarkjólum á góðum verðum í 50 ár. Mori Lee kjólarnir eru vel hannaðir til þess að uppfylla allar kröfur brúðarinnar um einstaka kjóla fyrir sérstaka stund.

Wilvorst:
Í herrafatnaði erum við með íslenska hátíðarbúninginn og hágæða jakkaföt frá Wilvorst í Þýskalandi.