Sérpantanir

Upplýsingar um sérpöntun á brúðar- og samkvæmiskjólum

Hér hjá Brúðarkjólaleigu Katrínar bjóðum við upp á persónulega þjónustu við að finna og panta draumakjólinn. Erum með fjölbreytta hönnuði og þannig getum við hjálpað þér að finna kjól út frá þínum hugmyndum um snið, efni og verð. Hægt er að skoða heimasíður þeirra hérna. Við mælum hiklaust með því að þú pantir þér tíma í mátun og þá getur þú myndað þér skoðun á öllum þessum þáttum. Þú getur skoðað alla hönnuðina okkar með því að fara í tengla hér að ofan. Ef áhugi er fyrir því að sérpanta þá tökum við mál og pöntum kjól í stærð miðað við þau. Ef að kjóllinn er til á lager tekur það í kringum sjö til nítján virka daga að fá kjólinn. Hins vegar ef kjóllinn er ekki til á lager getur tekið í kringum tvo til fimm mánuði að sauma eftir pöntun. Þar af leiðandi mælum við með því að panta tíma í fyrstu mátun 6 til 9 mánuðum fyrir stóra daginn ef að tími gefst.

Upplýsingar um sérpöntun á herrafötum

Bjóðum öllum herrum upp á persónulega þjónustu við að panta föt út frá þeirra löngunum. Við pöntum herrafatnað frá Þýskum hönnuði að nafni Wilvorst. Þetta eru gríðarlega vönduð og klassísk föt fyrir öll tilefni. Þeir bjóða upp á smóking, kjólföt og jakkaföt bæði í slim fit og regular fit. Hægt er að skoða úrvalið þeirra inn á heimasíðu þeirra í tenglum hér að ofan. Ef áhugi er fyrir því að panta þá bjóðum við upp á máltöku til þess að finna rétta stærð. Ef að fötin eru til á lager þá tekur það í kringum tíu til fjórtán virka daga að fá þau. Hins vegar ef þau eru ekki til lager þá getur það tekið í kringum tvo til þrjá mánuði að sauma eftir pöntun. Einnig bjóða þeir upp á að sérsauma föt efir málum og tekur það ferli í kringum þrjá til fjóra mánuði.

Upplýsingar um sérpöntun á fylgihlutum

Ef að nægur tími gefst sérpöntum við alla fylgihluti. Þar á meðal skó, slör, skart, undirpils, blómastelpukjóla og allt sem fylgir. Þá söfnum við saman sérpöntunum og tökum með næstu pöntuninni okkar. Pantanir eru teknar reglulega á vorin og sumrin en minna á haustin og veturna. Mælum með því að hafa samband með fyrvara. Ef ekki er nægur tími til þess að bíða eftir sendingu bjóðum við samt upp á sérpöntun en tökum þá aukagjald sem fer upp í sendingarkostnað (yfirleitt 3000-10.000) sem deilist þá niður á fjölda einstaklinganna sem eru að sérpanta.

Endilega verið í sambandi í síma 557-6020, sendið mail eða kíkið á okkur í Mjóddina ef það vakna einhvernar spurningar.