Sérpantanir

Upplýsingar um sérpöntun á herrafötum

Bjóðum öllum herrum upp á persónulega þjónustu við að panta föt út frá þeirra löngunum. Við pöntum herrafatnað frá Þýsku merki að nafni Wilvorst. Þetta eru gríðarlega vönduð og klassísk föt fyrir öll tilefni. Þeir bjóða upp á smóking, kjólföt og jakkaföt í alls konar sniðum, efnum og gerðum. Hægt er að skoða úrvalið þeirra inn á heimasíðu þeirra í tenglum hér að ofan. Ef áhugi er fyrir því að panta þá bjóðum við upp á máltöku til þess að finna rétta stærð. Ef að fötin eru til á lager þá tekur það í kringum tíu til fjórtán virka daga að fá þau. Hins vegar ef þau eru ekki til lager þá getur það tekið í kringum tvo til þrjá mánuði að sauma eftir pöntun. Einnig bjóða þeir upp á að sérsauma föt efir málum og tekur það ferli í kringum þrjá til fjóra mánuði.

Endilega verið í sambandi í síma 557-6020, sendið mail eða kíkið á okkur ef það vakna einhvernar spurningar.