Gullfalleg gjafakort í brúðarkjólamátun með vax innsigli hannað af Alinu hjá Andartakinu. Hentar fullkomlega sem tækifæris-, afmælis- eða jólagjöf fyrir þær sem eiga eftir að finna drauma kjólinn sinn. Hvort sem að brúðkaupið er á morgun eða eftir tvö ár! Það er einnig hægt að óska eftir rafrænni útgáfu ef að það hentar betur að prenta gjafabréfið út heima. Frí heimsending er á gjafabréfunum um land allt. 
 
Með því að bóka tíma í mátun getur handhafi gjafabréfsins komið að máta alls konar fallega brúðarkjóla með aðstoð reynslumikils ráðgjafa. Sú getur tekið sínar nánustu með til þess að skapa yndislega minningu saman í þessu skemmtilega ferli. Hver og einn hópur fær búðina útaf fyrir sig í 45-60 mínútur og getur notið augnabliksins saman. Einnig er hægt að versla gjafakort með freyðivíni og súkkulaði en sú mátun gerir ráð fyrir 60-75 mínútur. Hægt er að lesa betur um okkar þjónustu hérna. Ef að handhafi kortsins kýs að nýta sér ekki mátunina má sú hin sama nýta það sem inneign upp í brúðarkjól eða brúðar fylgihluti.

Gjafakort í mátun

3.000krPrice
  • Gildistími er fjögur ár frá kaupum.
    Ekki er hægt að skila gjafakorti en þó er hægt að nýta upphæð þess upp í kjóla eða fylgihluti í brúðar deildinni okkar. 
    Með kaupum á Gjafakortinu samþykkir kaupandi skilmála þessa.
    Seljandi ber ekki ábyrgð á glötuðum gjafakortum.