Photo%2013-05-2017%2C%2017%2032%2053_edited.jpg

BRÚÐARKJÓLAR OG HERRAFÖT

Fjölskyldurekin verslun

Brúðhjón er leiðandi brúðarkjólaverslun og herrafataleiga. Áherslan okkar er að veita persónulega þjónustu og vandaðar vörur. Við erum staðsettar í heimahúsi með einstakri aðstöðu í bílskúr og erum einungis með opið út frá tímabókunum.  Brúðarfatnaður og fylgihlutir eru okkar ástríða og við viljum endilega fá að taka þátt í að gera ykkar dag sérstakan. Endilega hafðu samband ef að það vakna einhverjar spurningar.

 
 

BRÚÐARKJÓLAMÁTUN

3.000 til 5.000 kr

Taktu vinkonur eða mömmu með og leyfðu okkur að dekra við þig. Mátaðu alls konar fallega brúðarkjóla með aðstoð reynslumikils ráðgjafa. Hægt er að panta mátun með eða án freyðivíni. Leyfðu okkur að taka þátt í deginum þínum með því að finna draumakjólinn. Vinsamlegast bókaðu tíma í mátun með því að ýta á "bóka núna" efst á síðunni. Vertu hjartanlega velkomin.

Photo%2001-02-2020%2C%2022%2058%2051_edi

UM OKKUR

Nútíð og þátíð

Brúðhjón kemur út frá Brúðarkjólaleigu Katrínar sem stofnuð var árið 1985. Ákveðið var að breyta nafninu til þess að varpa betra ljósi á úrvalið þar sem að við seljum einungis brúðarkjóla í dag og erum einnig með mikið úrval af herrafatnaði til leigu og sölu. Við erum mæðgur sem deila ástríðunni fyrir brúðkaupum og öllu sem því fylgir. Erum einfaldlega háðar gleðinni og ástinni sem fylgir því að vinna með brúðhjónum.

 

OPNUNARTÍMI

Erum einungis með opið út frá tímabókunum.
Opnunartímarnir eru breytilegir eftir árstíðum. Hægt er að skoða lausa tíma í bókunarkerfinu okkar en endilega hafðu samband ef að þú finnur ekki tíma sem hentar við erum nokkuð sveigjanlegar.

Opið þriðjudaga til laugardaga.

inspo.JPG
 
 

HAFÐU SAMBAND

5576020

  • Instagram
  • Facebook
  • Pinterest
 

5576020

Lyngholt 13 225 Álftanes

  • Instagram
  • Facebook
  • Pinterest

©2020 by Brúðhjón. Proudly created with Wix.com