OKKAR ÚRVAL
Þegar kemur að því að velja brúðarkjóla í verslunina okkar leggjum við mikla áherslu á gæði og fjölbreytileika. Við erum með kjóla í búðinni í stærðum 6-24. Algengustu stærðirnar eru þó 10-20. Almennt miðum við að sérpanta fyrir hverja og eina brúði draumakjólinn í þeim lit, stærð og stíl sem hentar. Allir kjólarnir í búðinni eru líka til sölu ef að það hittir á réttu stærðina og stílinn. Við gerum okkur grein fyrir því að hver og ein brúður er einstök og þær hafa ólíkan stíl. Við viljum reyna að vera með sem fjölbreyttasta úrval sem völ er á til þess að allir hafi tök á að finna drauma kjólinn sinn. Við leggjum mikið upp úr því að veita persónulega þjónustu og gefa hverri og einni fallega upplifun í gegnum þetta skemmtilega ferli. Endilega bókaðu tíma og leyfðu okkur að dekra við þig. Ekki hika við að hafa samband ef að það vakna einhverjar spurningar.
REBECCA INGRAM
Stærðir: 0-28
Verðbil: 130.000-220.000 kr
Afgreiðslutími: 0-7 mánuðir
Maggie Sottero Designs kom fram með Rebecca Ingram línuna árið 2016. Við höfum verið með hana frá upphafi og hún hefur fengið frábærar viðtökur. Það sem einkennir línuna er einstök, tímalaus hönnun á viðráðanlegum verðum. Þau gæði sem Maggie Sottero merkið er þekktust fyrir eru hiklaust til staðar en stílllinn er afslappaður og rómantískur.
BIANCO EVENTO
Stærðir: 4-22 (misjafnt eftir týpum)
Verðbil: 60.000 -159.000
Afgreiðslutími: 0-4 mánuðir
Bianco Evento er með gríðarlega fjölbreytt úrval af fallegum kjólum. Það sem einkennir þeirra hönnun er hvað kjólarnir eru léttir og með góðum stuðning. Efnin eru nútímaleg og fjölbreytt. Við höfum verið með þeirra fylgihluti og brúðarkjóla frá því að merkið var stofnað. Ár eftir ár koma þeir með eitthvað nýtt og fallegt. Það besta er að þeir eru almennt með mikinn lager svo við getum pantað flestar týpur fyrir þær sem eru með stuttan fyrirvara.
MAGGIE SOTTERO
Stærðir: 0-28
Verðbil: 180.000-300.000 kr
Afgreiðslutími: 0-7 mánuðir
Merki sem að var stofnað árið 1997 og við höfum unnið með þeim í tugi ára. Líkt og okkar fyrirtæki er það fjölskyldufyrirtæki. Maggie Sottero línan er megin lína hönnunarhúsins en við höfum einnig aðgang að Rebecca Ingram línunni þeirra. Maggie sottero kjólar eru fyrir þessa rómantísku brúður sem hefur klassíska sýn á brúðkaupinu sínu. Það sem einkennir hana eru einstök smáatriði, vönduðustu efni sem völ er á og glæsileg hönnun.
MORI LEE
Slóðalaus lína
Stærðir: 00-28
Verðbil: 40.000 kr til 75.000 kr
Afgreiðslutími: 2-5 mánuðir
Mori Lee merkið inniheldur sex línur sem eru gríðarlega fjölbreyttar og fallegar. Verðin eru mjög fjölbreytt eða allt frá 40.000-500.000 kr. Allt frá léttum slóðalausum kjólum í alls konar litum yfir í hádramatíska prinsessu kjóla. Merkið var stofnað árið 1953 sem fjölskyldufyrirtæki og hefur þróast út í heimsþekkt merki með birgja um allan heim. Við höfum unnið með þeim í áratugi og glatt ótal margar brúðir með fallegri Mori Lee hönnun. Það sem einkennir Mori Lee er einstakur fjölbreytileiki, smáatriði og glamúr. Við leggjum megin áherslu á bridesmaids og voyage línuna hjá þeim.
MORI LEE
Slóðalínur
Stærðir 00-28
Verðbil: 110.000 kr til 500.000 kr
Afgreiðslutími: 2-5 mánuðir
Mori Lee merkið inniheldur sex línur sem eru gríðarlega fjölbreyttar og fallegar. Verðin eru mjög fjölbreytt eða allt frá 40.000-500.000 kr. Allt frá léttum slóðalausum kjólum í alls konar litum yfir í hádramatíska prinsessu kjóla. Merkið var stofnað árið 1953 sem fjölskyldufyrirtæki og hefur þróast út í heimsþekkt merki með birgja um allan heim. Við höfum unnið með þeim í áratugi og glatt ótal margar brúðir með fallegri Mori Lee hönnun. Það sem einkennir Mori Lee er einstakur fjölbreytileiki, smáatriði og glamúr. Við leggjum megin áherslu á bridesmaids og voyage línuna hjá þeim.
Ekki hika við að hafa samband ef að það vakna einhverjar spurningar. Við svörum yfirleitt fjótt í gegnum okkar miðla líkt og facebook og Instagram. Þú getur líka sent okkur línu hérna til að fá nánari upplýsingar eða verð á ákveðnum kjól.